Wednesday, May 19, 2004

Að gefnu tilefni.

Að gefnu tilefni vegna ítrekaðra rangfærslna og ærumeiðinga á vefsíðu heiðingjans Níelsar Gíslasonar, á slóðinni ojjbara.blogspot.com, hef ég opnað þessa skjóðu á netinu. Verður hér leitast við að færa á réttan veg þá helstu vitleysu sem Níels hefur ritað, svo að níðingsskrif hans og barnalegar umsagnir um menn, málefni og tilgang lífsins fái ekki að standa ógangrýnd.

Hef ég umfjöllunina á færslu dags. 10. maí 2004.
Níels ritar:
“Thad leid langur timi i thogn, en nu er hun rofin. Ekki fyrir alls longu for jeg med honum Asgeiri, sem skilgreinir sig sem homma, i leidangur um baeinn undir thvi yfirskyni ad redda mommu hans Visa-aritun.”

Það er tilefni í langa fræðilega umræðu um kynferðislega sjálfsmynd, tilurð hennar og mikilvægi, hvort og hvernig fólk skilgreinir sig sem homma. Ég er fjarri því skilgreindur sem hommi –hvorki af mér né öðrum. Ég er mjög gagnkynhneigður en hef bara engan áhuga á kvenfólki.

Níels ritar:
“Jeg leit yfir torgid, yfir folk labbandi fram og tilbaka og reyndi ad muna hvernig Asgeir litur ut i fjarlaegd. Og jeg utskyrdi fyrir einhverjum i huga mjer, ad thad vaeri haegt ad thekkja gongulag Asgeirs a thvi, ad hann virdist sifellt hugsa um ad ganga beinn i baki. Hann nefnilega gengur sjerstaklega hnarreistur.
Svo thegar jeg sa Asgeir, var thad bara allsekki raunin: hann semsagt gengur sperrtur um i huga mjer.”

I huga mér gengur Níels alltaf boginn í baki. Raunar svo boginn að í huga mér er hann yfirleitt á fjórum fótum. Þykir mér Níels vega stórlega að göngulagi mínu, en ég ku hafa sérlega laglegt og líðandi göngulag sem myndi t.d. hafa vel sæmt prúðbúnum liðsforingja frá tímum keisaranna. Þykir mér mikil skömm að menn skuli ekki lengur ganga um með stífða kraga og axlapífur.
Göngulag Níelsar (og raunar fas hans, talsmáti og klæðaburður allur) minnir mann hins vegar frekar á þá Músjika sem ráfuðu um Pétursborg og urðu iðulega fyrir hestvögnum.

Níelsið ritar:
“Jeg er viss um ad Asgeiri lidur illa ef hann finnur fyrir kyngreddu kvenna beinast ad sjer. Jeg er lika viss um ad hann skynjar slikt eins og heyrnarlaus madur skynjar tonlist eda sem einhverskonar seidandi hroll fara um likamann.
Sidan gengum vid afram og mjer fannst sem jeg heyrdi Asgeir hugsa ''Mikid er Niels myndarlegur. Af hverju a hann ekki kaerustu? Mikid vildi jeg sofa hja honum.''”

Mér er fjarri því illa við kynferðislegan áhuga kvenna í minn garð. …svo fremi þær séu ekki ljótar. Það er óþægilegt þegar ljótt fólk hefur fullmikinn kynferðislegan áhuga á manni. Þessi óþægind stafa hinsvegar ekki af einhverjum hroka af minni hálfu, heldur felst óþægileikinn aðallega í því að ég er svoddan ljúfmenni að ég vil helst gera alla hamingjusama. En til að gera óaðlaðandi manneskju sem horfir mig löngunaraugum hamingjusama þarf ég að fórna saklausum líkama mínum. Slíkt vil ég síður.

Þannig myndi mér þykja mög óþægilegt ef Níels vildi sænga hjá mér…

Níels ritar:
“Asgeir og litli kaerastinn hans hann Frollur, vildu fyrst ekki setjast i grasid afthvi ''tha kemur grasgraena i buxurnar''(lesist med veimiltitulegri roddu).”

Fyrir það fyrsta er Frol ekki lítill. Í annan stað þá hafði ég ekkert á móti því að setjast í grasið. Frol er kerlingin í þessu sambandi en ég er svo mikil karlhetja að ég myndi setjast í hvaða gras sem er ef þörf kræfi. Frol kann að vera með nokkuð háa rödd en mín rödd er í alla staði karlmannleg og fögur barítónsrödd.
Hitt er svo annað mál að það að setjast í subbulegan grassvörðinn er eitthvað sem sjentílmenn gera ekki að ástæðulausu. Sá túnskiki sem hér um ræðir var sérlega subbulegur og voru sígarettustubbar og bjórflöskur á víð og dreif um þenann unglingavöll. Níels settist auðvitað niður til að reyna að daðra við einhverjar smástúlkur á túninu. Stúlkurnar voru samt ekkert sérstaklega álitlegar að mínu mati. Þær minntu helst á sígauna. Lét ég þó eftir Níelsi að tilla mér hjá honum og senda honum jákvæðar hugsanir í von um að hann krækti sér loksins í einhverja bólvermu.

…annars er Níels svosem besta skinn.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home