Wednesday, May 19, 2004

Um færslu dags. 13. maí 2004.

Í þessari færslu lýsir Níels því hvað þreki hans hefur hrakað yfir veturinn. Ber þetta vott um lélega íþróttamenntun Níelsar, en hann ætti að vita sem er að mikilvægt er að halda líkamanum í ágætis þjálfun árið um kring. Sýnist mér allt stefna í að Níels verði á endanum fitubolla.

Níels párar:
“Thad var lagid sem mjer var kennt i grunnskola um stafrofid, thu kannast sennilega vid thad ''A B C D E F G, eftir kemur H I J K. L M N O O P Q R S T TH AE O''. I hvert skipti sem jeg vildi leita ad stafi, thurfti jeg ad syngja thetta lag fra byrjun. Thetta er, held jeg, afleiding af thvi ad thad er komid fram vid born eins og fifl og reynt ad gera namsefnid skemmtilegt. Sjerstaklega gremst mjer ad thad vantar ''U, V og Y'' i lagid.”

Enn og aftur er augljóst að menntun Níelsar er stórlega áfátt.
Vísan góða hljóðar svona (við lag sem mig minnir að sé eignað Beethoven)
A, b, c, d, e, f, g,
eftir kemur h, i, j, k.
L, m, n, o, einnig p
ætli ei q [kú] þar standi hjá.

R, s, t, u, v, eru svo næst
X, y [í], z [zeta], þ, æ, ö.
Allt stafrófið er svo læst
í erindi þessi lítil tvö.

Stafina U, V og Y vantar því ekki í lagið. Vitaskuld vantar W og sömuleiðis krýnda sérhljóða á borð við á, é, í, ú, ó og ý. Þeir eru þó alltaf við hliðina á þeim staf sem þeir líkjast mest. Einnig vantar ð, en sá stafur er við hliðina á d.

Á ný sannar það sig að miklu skiptir að menntun barna sé frá upphafi vönduð. Níels hefur augljóslega ekki fengið að fara í Ísaksskóla eins og ég, heldur þurft að alast upp í einhverju grunnskóla-ígildi í einhverju af verri úthverfum Íslands.

Í lok pistil síns fjallar Níels um einhverskonar fiðring sem hann fær í mjóhrygginn þegar hann hefur hægðir. Sýnist mér þetta vitna um sjúklegt eðli Níelsar.

“Enda er ekki edlilegt fyrir jafn hreinlynda manneskju eins og mig ad hysja nidur buxurnar og lata ut ur sjer svona ogjed” –ritar Níels.

Er það rétt að leiðrétta hér með það sem annars gæti orðið söguleg rangfærsla, að Níels getur fjarri því talist yfirmáta hreinlegur einstaklingur. Hef ég heimsótt vistarverur hans á Pedrogradskæju og voru munir á rúi og stúi um herbergi hans. Ég hef að vísu ekki enn fundið óþef af Níelsi, en hann klæðir sig svo hippalega að hann virðist alltaf vera soldið subbó. Það sama má segja um helvítis hippana í Kristjaníu, sem líta allir út eins og einhverjir bjévítans sígaunar.
Níels er þó fjarri því ólaglegur …þannig… og þekki ég þess dæmi að stúlkur laðist að svona röff/subbó/hippalegum týpum. Mikið væri nú samt gaman að sjá Níels einverntíma nýrakaðan, nýklipptan, með vaxaða bringu og í fallegum heldrimannajakkafötum.

…hann Níels er nú samt alveg ágætur, svosem.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home