Wednesday, May 19, 2004

Um færslu dags. 17. maí 2004.

Enn eru það salernisferðirnar sem eru Níels ofarlega í huga. Aldrei þessu vant gefur Níels nokkuð áhugaverða lýsingu samtíðarmanns á aðstæðum á salerni á rússnesku almenningsbókasafni, og hefur það svosem eitthvert heimldarlegt gildi. Fær lesandinn það þó fljótlega á tilfinninguna að með skrifum sínum sé Níels hægt og bítandi að færa sig nær því að fá útrás fyrir einhverskonar ritræna kúk/piss sýniþörf sína. Enda reynist sú raunin.

Níelsan ritar:
Thar sem jeg sat saklaus og horfandi ut i loft a medan utur bossanum datt, flaug mjer thetta sannleikskorn i hug (jeg veit ekki hvadan) ad ''betri er kukur i drullugu kloi, en kraminn i rassi''. Og hananu.”

-Enn á ný er íslenskt ritmál gróflega misnotað. Rasmus Christian Rask snýr sér væntanlega við í gröfinni. (Og Níels fer örugglega að hlægja þegar hann les nafnið “Rassmus Kreistann Rass”).

Þá lýsir Níels kynnum sínum af ketti nokkrum hvítlituðum. Sýnist mér þar á ferð kisa hin ágætasta og kelnasta. Getur þó vel verið að þarna sé á ferð einhver ósýnilegur vinur Níelsar. Hver veit?
Lítur Níels svo á að með kelni sinni sé kötturinn að sýna honum kynferðislegan áhuga. Vitnar þetta enn og aftur um nauðsyn þess að Níels fari að finna sér kvenkyns (sapiens) rekkjunaut, enda eru fýsnir hans nú farnar að varpast yfir á kattardýr.

Lýsir Níels síðan skelfilegri meðferð hans og hans ættmenna á öðrum ketti og greinir hann frá hrottalegum geldingaraðgerðum og miskunnarlausri lógun. Var það að mig minnir J.S. Mill (eða þá Locke.. þeir eru n.v. sá sami hvorteðer), sem mælti eitthvað í þá áttina að vond framkoma við dýr sé af hinu vonda, þar eð dýr búi yfir ýmsum mannlegum einkennum. Því sé slæm meðferð á dýri forboði slæmrar meðferðar á manneskju. Mun ég héðanaf fela heimilisköttinn þegar Níels kemur í heimsókn.

...en Níels er nú samt svosem altílagi.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home