Friday, May 21, 2004

Varðandi færslu 20. maí 2004.

Þá hripar Níels Gíslason stuttan pistil.

Byrjar hann á tilvitnun í Stein nokkurn Lin-net sem hefur áður verið kynntur til sögunnar sem hámenntaður maður. Hefur Níels Neandertalis náð að spilla þessum góða og gáfaða manni svo mjög að í stað þess að beita kröftum sínum og vitsmunum í þágu uppbyggjandi umræðna sem kunna að miða mannkyninu nær hamingju, hreysti og friði, er hann farinn að eiga í samræðum við Níels um steinsmugu og aðra afturþrengslatraffík.

...og á meðan svelta litlu svörtu börnin í Eþjópíu.

Er þetta hin skandinavíska birtingarmynd Ameríkanismans? Jenniferur Annistonur Bandaríkjanna skríkja og tala um brjóstin á Janet Jackson: "and she was, like, -you know! Oh-my-god!" og á meðan tala Níelsar Gíslasonar Skandinavíu um kúk og fiðring í mjóbaki.

...og á meðan svelta litlu svörtu börnin í Eþjópíu.

Seinni helmingurinn af stuttpistli Níelsar fjallar um þennan ágæta gagnrýnivef sem ég hef sett hér saman. Þá loksins að eitthvað vit fer að koma í umræðuna og á pistill Níelsar hápunkt í tilvitnun sem eignuð er H. Klaxnesi. -You go girl!


Nú, Níels á víst amfmæli í dag. Íþaðminnsta heldur hann einhverskonar mannfögnuð á sambýlinu á Petrogradskaiju. Af því tilefni hef ég tekið saman það helsta efni sem maður finnur á internetinu ef maður slær inn "Níels Gíslason" á leit.is og google.com

Leit á leit.is leiðir mann á síðu þar sem maður að nafni Gísli Gíslason (væntanlega faðir Níelsar) spyr vísindavef HÍ af hvaða tegund apinn Hr. Níels hennar Línu Langsokks hafi verið.

Sömuleiðis er frétt á þeim ágæta fréttamiðli baggaluti.is. Þar, n.v. fyrir miðju síðunnar, er frétt af því þegar Níels Gíslason (þá búsettur í Danmörku), varð hlutskarpastur í keppnisgrein á Landsmóti vitleysinga 2002.

Fyrsta og eina ljósmyndin sem google.com finnur þegar maður slær inn Níels Gíslason er undarlegt myndbrot úr kvikmynd sem virðist eignuð Lars nokkrum af Tríer.

Vitnar þetta samansafn glögglega um æviferil Nielsar og þann persónuleika sem þróast hefur innra með honum á undanförnum tveimur tylftum ára.

Þar sem Níels er svosem bærilega ágætur á köflum er ekki óviðeigandi að óska stráksprellanum til hamingju með að hafa lifað þó svona lengi, verandi jafnmikill durgur og hann er.

Kannski hann fari að finna sér almennilega stelpu, nú þegar hann fer að verða hálfþrítugur. Margir hraustustu forfeður okkar á víkingatímum voru við 24-ra ára aldur búnir að ríða ítrekað, koma undir nokkrum börnum, byggja bú og falla síðan fyrir spjóti (eða grjóthnullungi) í frækilegri orrustu.

Það held ég nú að Níels ætti alveg að vera fær um að finna sér stelpu með djúpblá augu, ljósa lokka og þrýstinn barm. Svo geta þau hjúfrað sig saman undir hlýrri sæng á roðableikum síðkvöldum og hjalað um fiðringinn sem þau fá í mjóbakið þegar þau hafa hægðir.

С днём Рождения тебя!
С днём Рождения тебя!
С днём Рождения, милый Ниельс!
С днём Рождения тебя!

...огь хальту зво кяфты!

0 Comments:

Post a Comment

<< Home