Tuesday, June 01, 2004

Varðandi færslu dags. 31. maí 2004.

Níels, blessaður, nær nýjum lægðum í pistli sínum að þessu sinni. Reyndar má skilja það af orðalagi hans að nú sé kominn endir á kúk-piss þroskaskeiðið hjá honum, eða eins og hann orðar það sjálfur:

“Svo hneyksladist mamma a thvi ad jeg vaeri ekki kominn yfir thad throskastig ad finnast kuk- og pissbrandarar fyndnir. En nu aetla jeg ad taka allra seinasta throskaskrefid i theim malum, tho jeg hafi verid buinn ad lofa ad tala aldrey aftur um klosettferdir.”
-Þar sannast það fornkveðna að mæður hafa alltaf rétt fyrir sér.

Að vísu grunar mig að þau foreldrar Níelsar muni gera piltinn arflausan haldi hann uppteknum hætti með skrifum um klósett-bremsurandarfötlun föður síns og önnur einkamál.

Þegar Níels verður orðinn miðaldra og íhaldssamur þá mun hann kannski villast inn á þennan vef-pistil sinn og hugsa með sjálfum sér: “Mikið óttalega var ég nú lengi að klára gelgjuskeðið. …Og mikið var hann Ásgeir frábærlega skemmtilegur þarna réttáður en hann varð milljóner.”

Þó má Níels svosem fá prik í kladdann fyrir sögubrot úr æsku sinni í Þýskalandi, jafnvel þó að þungamiðja sögunnar sé þegar sögumanni bregst brókarhemill svo brúnu brækur skarta. Þrátt fyrir skítlegt innihald sögunnar örlar þarna á þessum skemmtilega ritstíl sem Níels býr yfir, þar sem hann bregður upp persónulegri og hlýlegri svipmynd af minningu og dregur fram (eða skáldar upp) áhugaverð smáatriði í samtölum eða almennu fari einstaklinga.

“Hann naudadi i mommu sinni og vildi fa ad borda akvedinn pottrjett, en mamma hans sagdi ''nei thu faerd ekki ad borda pottrjett''. Hann spurdi tha ''en mamma, hvenaer fae jeg tha pottrjett?'' og hun svaradi ''thegar thu haettir ad vera feitur, feitubolla!''.”
-Þarna birtist skemmtileg þrítekning á orðinu “pottrjettur”, gædd einhverjum yndislega einföldum þýskum blæ sem vinst síðan upp í bresk-skandinavíska kaldhæðni þarsem móðirin kallar son sinn fitubollu.


Eitt er það atriði í pistli Níelsar sem ég verð að ræða við málaflutningsmann minn, enda gróf meiðyrði þar á ferð.

Jeg veit ekki hvad Asgeir hommi hins hnarreysta baks hefur um thetta ad segja. Hinsvegar sagdi hann vid mig nuna nylega ''Niels, mikid thykir mjer leidinlegt ad thu skulir reykja svona eins og strompur. Thvi tha mundi brundid thitt bragdast svo illa''.
Hann notadi vidtengingarhatt i seinni setningunni sem bendir til thess ad hann hafi sjed okkur fyrir sjer thar sem hann japlar a hinu hvita saedi minu
Nú held ég að Níels misminni um orðalag mitt. Eins og ég mann orðaröðina þá var hún eitthvað á þessa vegu: “Níels minn, mikið er nú leiðinlegt að þú skulir reykja svona eins og strompur. Þú veist að það veldur því að ástarsafinn verður óttalega beiskur og bragðvondur.” Almennt tek ég mér ekki í munn (hehe) dónaorð eins og brund, nema í algjörum undantekningartilvikum. Ég var fjarri þvi að lýsa með athugasemd minn einhverjum dónalegum áhuga á Níelsi, heldur eingöngu að tjá áhyggjur mínar yfir ósið hans með tóbakið og reyndi að finna flöt á málinu sem gæti hvað sterkast höfðað til hans.

Níels gerir sér síðan grillur um að ég hafi einhvern áhuga á ástarsafa-smökkun í hans boði, en slíkt er auðvitað argasti dónaskapur og fantasía af hálfu þess kynsvelta og groddalega námsmanns sem Níels er. Fer ekki milli mála að Níelsið glímir við einhverjar bældar kynvilluhvatir sem hann síðan yfirvarpar á allt umhverfi sitt. Ég held það geti vel verið að Níels sé í raun trukkalesbía.


Í lok pistils síns fjallar Níels um nokkur atvik á hneykslanlegum kennsluferli hans. Það er auðvitað ekkert minna en hneykslanlegt að þessi íslenski námsmannsdurgur, með þykkan bjarkar-hreim á enskunni og orðaforða sem rétt gæti fleytt manni gegnum samræmt próf í ensku, skuli þiggja greiðslu fyrir kennslu á tungu Sheikspírs.
Segir hann að undarlega fjólubláa konan kalli Rússa letingja og þjófa, sem vilja fá allt ókeypis. Ef hún vissi sem er að Níels siglir undir fölsku flaggi sæi hún hver er manna latastur og þjófóttastur í Pétursborg, rukkandi himinháar fjárhæðir af sárafátækum rússum fyrir kennslu í ísl-ensku.

-Hneyksli!

Svo er Níels auðvitað að þverbrjóta og margbrjóta allar siðareglur kennara, enda birtir hann trúnaðarsamtöl nemenda á opinberum vettvangi. Hvernig hefði Níelsi þótt ef að kennari hans í 14-árabekk hefði haldið uppi vefpistli þar sem hann minntist iðulega á þennan undarlega og dónalega fiðlupilt, Níels, sem er allra barna undarlegastur og asnalegastur og hlær eins og moldvarpa?
Reyndar býst ég við því að siðanefnd kennara sé ekkert ofvirk hér í Rússlandi svo að stráksi fær svosum að komast upp með þetta að sinni.

But you will get your comeuppance! -eins og þeir segja í veldi Elísabetar. Ætla ég rétt að vona að Níels skilji orðið “comeuppance”.


Nú… annars er eldaði Níels lambakjöt hér um daginn og segir hafa vel tekist. Hann var svo rausnarlegur að bjóða mér til snæðings en ég mátti því miður ekki vera að því að þiggja boðið sökum annarra skyldna. Það kemur annars skemmtilega á óvart að Níels skuli vera svona liðtækur í eldhúsinu. Hefði mér sýnst af hans innri og ytri manni að hann gæti í besta falli soðið pulsur skammlaust og kynni að opna bjórflöskur með tönnunum.

Foreldrar okkar Níelsar (þ.e. móðir mín og foreldrar hans –svo allt sé á hreinu) eru loks farnir úr bænum eftri vikulanga heimsókn. Mikið skelfing var það mikill léttir að fá loksins næði og frið. –Ekki það að það sé ekki ágætt að fá innlit frá múttu, en það er bara ekki hægt að skilja miðaldra fólk eftir eitt síns líðs í Pétursborg. Vandinn er helst sá að allt er skrifað á rússnesku og enginn talar ensku svo að blessað fólkið getur enganvegin bjargað sér, -hvorki í strætó, metró eða leigubíl eða úti í búð. Þess vegna hef ég hérumbil þurft að leiða (og hérumbil bera) móður mína blessaða um bæinn þveran og endilangan síðustu vikuna.

Ég sé það að næst þegar ég fæ til mín gest(i) mun einfaldast að hafa tilbúið sérstakt og upphitað gestaherbergi með góðu rúmi (svo gestirnir kvarti hvorki yfir óþægilegu fleti né íbúðarkulda), og borga einhverjum ódýrum rússa fyrir að vera leiðsögumaður þeirra svo maður fái að sinna sínu daglega lífi í friði.

Það er auðvitað óþolandi, eftir langan og erfiðan skóladag þegar mann langar helst að skella sér í fletið og hanga á netinu, að þurfa að fara að drösla hægfara móður sinni safn úr safni og kirkju úr kirkju.


…annars er Níels svosem besta skinn inn á milli.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home